Hamraborg Festival 2024 will be held in Hamraborg, Kópavogur between 29. August - 5. September 2024.
Go Hamraborg!
Hamraborg Festival er lifandi listahátíð í hjarta Kópavogs.
Hátíðin er haldin ár hvert í lok ágúst og markar þar með enda sumarsins með vikulöngum fögnuði listar og samfélagsins í Hamraborg.
Hátíðin í ár hefst þann 29. ágúst og tekur yfir Hamraborgina til 5. September.
Listin umlykur allt og öll eru velkomin!
Í ár mun Hamraborg Festival sameina raddir listamanna og fagna samvinnu, samveru og sameiginlegu dreymi. Um leið og við lítum til framtíðar tökum við virkan þátt í samtali við Hamraborgina,sögu hennar og menningararf.
Okkar bíður smekkfull dagskrá af ólíkum viðburðum, gjörningum, tónlistarflutningi og vinnusmiðjum. Allar sýningar og viðburðir hátíðarinnar fara fram innan veggja menningarhúsa, almenningsrýma, kaffihúsa, verslana og vinnustaða Hamraborgar, þar sem hjarta Kópavogs slær sem hæst. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gjaldfrjálsir og opnir öllum.
Í ár leiðum við saman listamenn, sum tengjast Hamraborg eða Kópavogi beint en önnur koma annars staðar að. Í ár sameinar Hamraborg Festival listamenn svo sem Deepa R. Iyengar, Adam Flint & Annahita Asgari, Hildi Elísu Jónsdóttur, Bryndísi Björnsdóttur, Erik DeLuca, Hrefnu Lind, Dýrfinnu Benita Basalan, Emil Gunnarsson, Jóhönnu Ásgeirsdóttur & Ásgerði Heimisdóttur, Önnu Wallenius, Pétur Eggertsson, Sadie Cook & Yndu Eldborg, Antoníu Berg, Íris Maríu Leifsdóttur og Vikram Pradhan. Einnig býður hátíðin upp á tískusýningu þar sem fram koma Pólskir og Íslenskir hönnuðir (Kamil Wesołowski og Rebekka Ashley).
Tónlistarunnendur fá líka helling fyrir sinn snúð því hátíðin býður upp á tónleika á Catalinu. Fram koma MSEA, Ghostigital, Xiupill og plötusnúðar. Hamraborg Festival mun einnig innihalda ljóðalestur, verk eftir hinsegin listamenn, vinnustofur, gagnvirkar innsetningar og gjörninga, sérstaklega hugsuð fyrir börn og fjölskyldur.
Allar sýningarnar verða opnar í eina viku (29. ágúst - 5. september). Flestir viðburðir verða opnir frá fimmtudegi til sunnudags (29. ágúst - 1. september) og tónleikar fara fram yfir helgina.
Dagskrá með upplýsingum um alla listamenn verður gerð aðgengileg í ágúst!
Saman sköpum við, deilum og dreymum! Áfram Hamraborg!
Hamraborg Festival er stutt af:
Kópavogsbæ
Myndlistarsjóði
Barnamenningarsjóði
Hamraborg Festival is a vibrant art festival in the heart of Kópavogur, Iceland.
The festival takes place every year at the end of August, marking the culmination of summer with a week-long celebration of art and community.
This year's festival runs from August 29 to September 5, in Hamraborg where art is everywhere, and everyone is welcome!
This year, Hamraborg Festival brings together a chorus of voices to celebrate collaboration, togetherness, and collective dreaming. As we look towards the future, we engage in a meaningful dialogue with the rich history of Hamraborg.
A program filled with various events, performances, concerts and workshops awaits us. All festival exhibitions and events will take place in culture houses, public places, cafes, shops and offices located in Hamraborg, Kópavogur. All events are open for everyone and free of charge.
This year, the Hamraborg Festival is bringing together artists connected to Hamraborg and Kópavogur, while also inviting voices from beyond including Deepa R. Iyengar, Adam Flint & Annahita Asgari, Hildur Elisa Jónsdottir, Bryndís Björnsdóttir, Erik DeLuca, Hrefna Lind, Dýrfinna Benita Basalan, Emil Gunnarsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir with Ásgerður Heimisdóttir, Anna Wallenius, Pétur Eggertsson, Sadie Cook with Ynda Eldborg, Antonía Berg, Íris María Leifsdóttir and Vikram Pradhan. The festival will also present a Hamraborg Fashion Show with designs of Polish and Icelandic designers (Kamil Wesołowski and Rebbeka Ashley).
Music lovers are in for a treat with an exciting concert night at Catalina. The lineup features bands MSEA, Ghostigital, Xiupill and DJ sets. The festival's program will also include poetry readings, projects by queer artists, and special workshops, interactive installations, and performances designed for kids and families.
All exhibitions will be open for one week (August 29 - September 5). Most events will take place from Thursday to Sunday (August 29 - September 1), with concerts taking place throughout the weekend.
Program with information about all artists will be available in August, stay tuned!
Together, we create, share, and dream! Go Hamraborg!
Hamraborg Festival is supported by:
Kópavogsbær
Myndlistarsjóður
Barnamenningarsjóður